Þitt villta eðli- Máttardýr og arfmyndir

Helgarnámskeið eftir eftirspurn

 

Á þessu námskeiði munum við skoða og kanna okkar innri arfmyndir (archetypes) sem birtast okkur sem máttardýr og tengjast þeim á djúpan hátt í gegnum trommuferðalög og æfingar. Við munum fræðast um máttardýrin og tengjast leiðbeinendum okkar. Markmiðið er að tengjast innsæi okkar, og opna fyrir innri visku og leiðbeiningu. Við munum skapa totem, verndargrip sem tengist leiðbeinendum okkar. Unnið er útfrá viskuspeki sjamanisma og nýttar þær leiðir til að tengjast okkar innri visku.
Trommuferðalag (shamanic drum journey) er þar sem taktfastur rythmi trommunnar er nýttur til að opna á innri tengingar og sýnir. Þessi ferð mun opna á tengingu við þitt sérstaka máttardýr þar sem þú endurheimtir gjafir, styrk og eiginleika þíns verndara. Máttardýr eru tengd visku og orku móður jarðar og hjálpa okkur við jarðtengingu og leiðbeina okkur á lífsins veg, blása eldmóð, styrk og hugrekki til að komast yfir hindranir. Máttardýrin eru verndarar Móður jarðar og hlutverks okkar í þessum jarðneska skóla lífsins. Að mynda tengingu við þau er mikil vígsla og gjöf.

Verð 20.000.-

Námskeiðið heldur Sólveig Katrín seiðlistakona sem hefur lokið fjögurra ára námi í sjamansima í skóla Lynn Andrews Sacred Arts and Training
 

 

© 2023 by Web Folk. Proudly created with Wix.com