Hin helgu tól. Hristu og trommugerð

 

Markmið: Að skapa sín eigin máttartól rytma og heilunar.

 

 

Boðið er upp á námskeið í hristugerð. 

 

Hin heilandi hrista

 

Hristan er hreinsi og heilunartól í sjamanisma. Taktur hennar er mildur, sefjandi og hreinsar orkusvæði og stíflur. Hristan er máttugt heilunartól og hjálpar fólki að komast í dýpra vitundarástand bæði heilarinn og þiggjandinn. Hristan verður hjálpartæki og tenging við heilunarmáttinn sem streymir í gegn. Einnig er hægt að ferðast um innri heima með takti hennar (shamanic vision journeys) og tengjast leiðbeinendum.

 

Á þessu námskeiði mun fólk vinna sína eigin heilunarhristu úr íslensku lambaskinni sem er jurtasútað. Á námskeiðinu verður hristan unnin á helgan hátt og í lok verður gerð athöfn til að vekja hristuna og tengjast heilunarmætti hennar. Einnig munum við fræðast um hristuna og hvernig hægt sé að vinna með hana í heilun og athöfnum. 

 

Námskeið auglýst síðar 

Verð: 28.000.-

Allt efni innifalið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hin helga tromma

 

Tromman er máttargripur sjamansins. Hún leiðir okkur í æðra vitundarástand með jöfnum takti sínum og tengir okkur við leiðbeinendur og máttaranda. Að skapa sína eigin trommu er helg athöfn og tengir mann djúpt við anda dýrsins og skinnsins sem mun vera persónuleg athafnatromma einstaklingsins. 

 

Áhugasamir skrái sig hér á biðlista en unnið verður að því að fá Sabine Wehey trommugerðarkonu aftur til landsins með námskeið. 

Námskeiðið með efni kostar 60.000 krónur.

© 2023 by Web Folk. Proudly created with Wix.com