Máttarman- Sjamanískt ferðalag í gegnum náttúruöflin

4 laugardagar 1x á mánuði, hefst í september og janúar hvert ár.

 

Máttarman- Sjamanískt ferðalag í gegnum náttúruöflin

Á þessu námskeiði munum við hittast fjóra magnaða sunnudaga inní vorið til að vinna, fræðast og tengjast við frumkrafta sköpunarinnar og grunnstoðir móður jarðar. Hér munum við læra kjarna sjamanisma í máttarhjólinu, ferðast í gegnum hvert náttúruafl og vinna með orku þess í seremóníum til heilunar og máttar.
Á námskeiðinu munum við fara yfir grunnspeki sjamanismans, vinna að eigin heilindum, ásamt því að tengjast innsæi og eigin mætti. Við munum ferðast inná við í trommuleiðslum, skapa athafnir tengdar, vatni, jörð, loft og eldi þar sem fimmta aflið andinn mun vera alltumlykjandi. Við munum skapa og einnig gera seremóníu á fornum helgum stað og vinna orkuvinnu til hækkunar tíðni og blessunar móður jarðar.
Á þessu tímabili 26.febrúar - 7.maí verður settur ásetningu að færast nær mætti sínum og efla innsæi og munum við vinna ákveðnar orkuæfingar á milli námskeiða sem tengjast þema hvers náttúruafls.

1.laugardagur -  Element- Vatn
2.sunnudagur- Element- Eldur- 
3. sunnudagur- Element- Jörð
4.sunnudagur- Element- Loft

Sólveig Katrín seiðlistakona heldur utan um námskeiðið. Sólveig lauk fjögurra ára námi í sjamanisma hjá Lynn V. Andrews og er einnig að nema suður amerískan sjamanisma. Hún er stofnandi Seiðlistar og hefur haldið námskeið í yfir 10 ár, hérlendis og erlendis.
Verð: 44.000
Hægt er að skipta greiðslum
Skráning á emailið solveigkatrin@gmail.com eða í síma 6963343