Málað frá hjartanu

 

Markmið: Að hjálpa fólki að opna fyrir sköpunarmættinum og tengjast innri vitund og innsæi á dýpri hátt. Hreinsa hindranir og höft og opna fyrir sköpunargleðinni.

 

 

Ertu tilbúin að opna fyrir sköpunarkraftinum og flæðinu? Ertu tilbúin að tengjast líkamanum og innsæinu, færa þig frá huganum og tengjast visku hjartans? Langar þig að mála? Þá er þetta námskeið fyrir þig!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á námskeiðinu munum við gera æfingar sem hjálpa okkur að losa hömlur og höft sem við höfum sett okkur sem tengjast sköpunarhæfileikum okkar. Við munum nota öndun og hugleiðslu til að tengjast líkama okkar betur og komast úr huganum og tengjast hjartanu. Þegar við tengjumst hjartanu komumst við í tengsl við barnið innra með okkur sem dæmir ekki og leyfir okkur að vera. Allt er leyfilegt og það sem kemur upp er komið til að hreinsast. 

 

Á námskeiðinu tengjumst við seiðlistinni.
 

Seiðlist er nafn yfir umbreytandi sköpunarleið þar sem málun ásamt hugleiðslu er nýtt til að tengjast dýpri veruleika okkar, táknum og sýnum. Í seiðlistinni er leitast eftir að tengja anda og efni í gegnum sköpunina og upplifa það að vera skaparinn í lífi sínu. Það sem þarf að koma fram fær farveg hvort sem það eru skuggar fortíðar eða draumar framtíðar. Úrlausn fæst með því að færa það ómeðvitaða inn í efnið og við leyfum því að koma sem þarfnast birtingar. Unnið er með málun í flæðandi ferli og er hún nýtt sem tjáningarmáti. Mikilvægt er að treysta ferlinu og leyfa innsæinu að stýra ferlinu. Ekki er þörf á listrænum hæfileikum eða þekkingu eingöngu löngunin að skapa.

 

Seiðlistin opnar á tákn undirmeðvitundar og draummynda innra með okkur og nýtir leiðir æðra vitundarástands s.s. hugleiðslu og trommuleiðslu til að hjálpa að tengjast hinum ýmsu arfmyndum dýpri vitundar okkur. Þessar ókönnuðu svæði okkar fá svo birtingarmynd í verkunum. C. Jung er þekktur fyrir kenningar sýnir á arfmyndum (archetypes) sem hafa verið birtingarmynd sammanlegra þátta í gegnum aldirnar. Með því að tengjast þeim og skilja gefa þær okkur sterkan spegil og leiðbeiningar fyrir lífsveginn okkar. Einnig leysast úr læðingi stíflur og hindranir sem finna sér farveg til heilunar og máttar í gegnum sköpunarferlið. Seiðlistin hjálpar einstaklingnum að finna máttinn sinn og endurheimta sköpunarkraft sinn.

 

Þessi leið hentar fólki sem hefur áhuga á aukinni sjálfsþekkingu og tengingu við innsæi sitt og dýpri veruleika sinn og eru óhrædd og tilbúin að kafa dýpra í sjálfið sitt. Leiðbeinandinn gefur ekki túlkun á myndefni þáttakenda heldur eru skapararnir sjálfir að tengjast sinni eigin visku og túlka sjálfir ef á við. Hver og einn lærir inn á sitt eigið myndmál.

 

 

Skráning og frekari upplýsingar á solveigkatrin@gmail.com

 

 

 

 

Seiðlistin er líkt og hugleiðsla þar sem vitræni/ rökræni partur fær frí og innsæið og núvitundin er vakin. Einstaklingurinn upplifir flæðisástand jafnvel draumkennt ástand þar litir og tjáning taka yfir með hreyfingu líkamans. Ásamt hugleiðslu er taktfastur rythmi trommusláttar nýttur í sköpunarferlinu sem hjálpar fólki að komast í djúpa slökun alpha/theta ástand.

 

 

Boðið er uppá

  • 8 vikna lokuð námskeið

  • Helgarnámskeið

Vor og haust

© 2023 by Web Folk. Proudly created with Wix.com