

Máttargríman
Markmið: Að tengjast sínum innri mætti í gegnum hugleiðslu og grímugerð.
Ertu tilbúin að tengjast kraftinum sem býr innra með þér og færa hann í efnið með því að búa til þína eigin grímu sem minnir þig á þinn eigin styrk? Þá er þetta námskeið fyrir þig!
Grímugerð er forn aðferð til að skapa og leika sér með ýmiss hlutverk í lífinu. Við notum oft ósýnilegar grímur til að fela okkur og tilfinningar okkar. En á þessu námskeiði erum við að gera styrkinn okkar og mátt sýnilegan. Í raun verður ferlið helgiathöfn til að heiðra og tengjast styrk okkar sem getur birst í formi dýrs eða tákna, lita eða forma. Við treystum sköpunarferlinu og leyfum hugmyndunum að flæða.
Gerð verður gifsgríma af andliti okkar.
Farið verður í innra ferðalag með trommuleiðslu þar sem við endurheimtum máttarandlit okkar og færum það í efnið í sköpunarferli með litum, og öðru efni.
Við losum gömul höft og gamlar þreyttar grímur sem við kjósum að sleppa tökum á í athöfn og tengjumst okkar nýja mætti á áþreifanlegan hátt.
Allt efni er innifalið í námskeiði. Ekki er þörf á listrænni kunnáttu.
Laugardagur frá 10-16
Sunnudagur frá 10-17
Verð 28.000,-
Máttargríman er helg aðferð til að birta umbreytingarkraft og mátt einstaklingsins og gera hann sýnilegan.
