Töfrandi námskeið 

Lífið er spennandi ævintýri, lærdómur og áskoranir. Lífið er allskonar! En mikilvægt er að finna stað sinn í lífinu, mátt og ásetning. Viltu tengjast sköpunarkraftinum þínum, finna meiri gleði, jafnvægi og náttúrutengingu? Að nema seiðlistina getur orðið spennandi vegferð að mætti þínum og jafnvægi. Hvað heillar þig mest? Fylgstu með?

Málað frá hjartanu

Námskeiðið býður uppá frjálsa málun í opnu flæði þar sem markmiðið er að komast úr höfðinu og tengja við hjartað og innsæið í sköpunarferlinu. Nýttar eru leiðir hugleiðslu, athafna, trommuleiðslu til að hjálpa einstaklingunum að komast í skapandi flæði þar sem allt er leyfilegt og tengsl við þinn innri skapara er eflt á djúpan hátt. 

Bæði er boðið upp á einkatíma og hópnámskeið

Meira hér

Hristugerð og Trommugerð

Hristan og tromman eru máttug verkfæri andans. Hristan heilar og tromman er mikilvægur hlutur til innri ferðalaga og hugleiðslutengingu, hreinsana og athafna. Rythmi trommunar tengist hjartslætti móður jarðar og hjálpa að færa manni djúpa tengingu inn á við. í námskeiðunum munum við vinna hristuna og trommuna frá grunni úr ekta skinni.

Námskeiðin eru hópnámskeið. Takmarkaður fjöldi.

Meira hér

 

 

Máttardýr og arfmyndir

Við munum tengjast okkar innri kröftum, styrk og mætti með því að endurheimta tengingu við leiðbeinendur okkar í formi máttardýra. Djúpt sjamanískt ferðalag sem heilar gjánna milli manns og náttúru.

 

Námskeiðið er fyrir hópa.

Meira hér

Máttargríman

Námskeið í sjamanískri grímugerð þar sem þú mótar andlit þitt með gifsgrisjum og skapar máttargrímuna þína. Hugleiðir inn á tákn og liti sem tengjast þinni máttarásjónu og færir það inn í efnið. Ertu tilbúin að birta og finna máttinn þinn? Töfrandi upplifun og athöfn í lok námskeiðs. 

Bæði er boðið upp á einkatíma og hópnámskeið

Meira hér