Myndlist og Máttartól
Heilandi málverk og eftirprentanir- Helgigripir til athafna
Málverk-Sýnir
Málverkin eru innsæisverk, unnin frá innri sýnum og upplifunum frá hugleiðslu eða draumum og hugmyndum frá arfmyndum okkar. Flest málverkin eru til sölu og hægt er að panta eftirprentanir í ramma.
Málverk-Gyðjur
Gyðjurnar hafa birst áreynslulaust í frjálsri málun þar sem bæði hefur verið hugleitt inn á orku þeirra áður eða þær birtast fyrirvaralaust á strigann. Flest málverkin eru til sölu og hægt er að panta eftirprentanir í ramma.
Helgigripir til athafna
Máttargripir eru notaðir til athafna og heilunar og eru sérgerðir og hægt er að sérpanta hreinsunarvönd, hristu eða bænaprik. Boðið verður uppá hristugerð og trommugerð.