,,Málaðu frá hjartanu þar sem kjarnasjálfið nær að birta sjálfan sig í gegnum liti og form og táknmyndir birtast þér til leiðbeiningar". Það er sönn seiðlist!

Seiðlist

 

Seiðlist er sköpunarverk sem kemur frá djúpi kjarnans innra með okkur og birtir töfra lífsins og máttin bæði í því ósýnilega og efnislega. Seiðlist leitast eftir að færa andann í efnið. Listaverkið hefur ólíka merkingu á mörgum sviðum. Það er bæði efnislegur hlutur, s.s. málverk, hefur ákveðna huglæga merkingu, s.s. birtir mátt, eða tilfinningalega, s.s. umbreyting og svo andlega tengingu gefur frá sér ákveðna orku  sem áhorfandinn getur skynjað eða skapar ákveðið andrúmsloft í rýminu.

Seiðlist snýst einnig um að nýta sér umbreytingarafl sköpunarinnar til jafnvægis og heilsu. Umbreytingaraflið er tenginginn við seiðinn.

Seiður er orð sem við eflaust tengjum við galdra fornra seiðkvenna víkingaraldar. En seiðurinn er miklu víðfemri og  má tala um ekki sem eitthvað skrítið og fjarlægt heldur sem hluti af daglegu lífi nútímamannsins. Seiður er umbreytingarafl eða máttur sem við öll búum yfir. Við verðum partur af sköpunarverkinu, við verðum skaparar bæði í stóru og smáu samhengi. Eitt er að treysta sköpunarferlinu og leyfa því að koma fram sem finnur sér farveg en annað að leyfa umbreytingaraflinu að vinna með sér. Það andlega verður alltaf nálægt og að leyfa sér að vera farvegur fyrir æðri veruleika er sönn seiðlist. Þegar persónan og égið sleppur tökunum fær kjarnasjálfið tækifæri að birta sig.

Seiðlist (shamanic art) hefur verið iðkuð frá örófi alda, af hellisbúum forfeðra okkar og enn í dag í frumbyggjasamfélögum. Sjamaninn eða vitkinn og seiðkonan voru líka listamenn ættbálksins ásamt því að vera “sálfræðingurinn”, “græðarinn” og “læknirinn”. Leitast var eftir jafnvægi  á öllum sviðum og tjáning sköpunar var partur af heilsu og heilsugæslu samfélagsþegna. Listin var notuð til að finna aftur jafnvægi og táknmyndir og tenging við andann og sjálfið mikilvægt í því sambandi. Navajo indjánar Norður- Ameríku iðkuðu sandlist sína til að ná fram heilun og jafnvægi í samfélaginu. Mörg dæmi eru í flestum samfélögum þar sem sjamanisminn á sér rætur en sjamanismi eru elsta andlega viska mannkyns og er djúptengd náttúrunni og hinum andlega veruleika.

Seiðlist er oft hlaðin táknmyndum og dýpri merkingu sem er ekki endilega ljós við fyrstu sýn en með því að leyfa seiðlistinni að tala sínu máli og skynja hana þá fæst tenging og speglun við listina og hún verður heilandi afl.

 

 Á námskeiðinu Málað frá hjartanu vinnum við með umbreytingaraflið innra með okkur.

 

 

 

© 2023 by Web Folk. Proudly created with Wix.com