Ertu tilbúin að upplifa töfrana í augnablikinu?

 

Mig langar að bjóða þér í smá ferðalag frá hverdagsleikanum inn í heim töfra og upplifana. Þar sem hið daglega amstur fær hvíld og þú nærð að tengja við dýpri veruleikann sem býður okkar handan við hornið. Staldraðu við og sjáðu hvað grípur þig!

Trommuleiðsla

Tromman er mögnuð leið til að kafa dýpra. Hún er djúp og taktföst og hjartslátturinn hennar hjálpar að opna leiðir að okkar innra landslagi. Hún hefur verið notuð í aldaraðir til að hjálpa einstaklingum að færast í dýpra vitundarástand eða svokallað theta ástand sem líkist djúpri hugleiðslu. Einstaklingurinn getur með ásetningi sínum kynnst og upplifað viskuna sem býr að innan sem birtist í hinum ýmsum arfmyndum okkar, hvort sem það eru verndarar í formi máttardýra eða verndarengla. Trommuleiðsla er mögnuð leið að virkja innsæi sitt og fá leiðsögn frá sínu æðra sjálfi.

Trommuleiðsla er hægt að fá sem einkatíma eða hóptíma

 

Einkaathöfn

Hægt er að panta einkaathöfn þar sem boðið er uppá einstaklingsmiðaða athöfn sem er sérsniðin að þínum þörfum. Yfirleitt fer slík athöfn úti þar sem náttúruöflin eru nýtt. Innifalið í einkaathöfn er forviðtal. Athafnir eru helg staðhæfing og sköpun með máttaröflunum og hjálpa þér að taka nýtt skref, sleppa því gamla eða fagna hverskonar tímamótum í lífi  þínu. Athöfn getur hjálpað að koma hjólunum í nýjan farveg þannig að orkan fari að vinna með þér og færi þér blessun inn í veg þinn. Einnig er hægt er að panta athöfn fyrir hópa með sameiginlegt markmið

Heilun

Boðið er upp á einstaklingstíma í heilun sem vinnur djúpsálarlega og kemur jafnvægi jafnt á orku og tilfinningalíkamann. 

Viðtalstími er mikilvægi undanfari heilunar og er tími í heilun með viðtali í 1 og hálfan tíma.

Heilunaraðferðir sem nýttar eru andleg heilun,theta og sjamanísk heilun.