Hvað er sjamanismi?

 

Sjamanismi er elsta viskuspeki mannkyns sem á sér rætur frá öllum heimsálfum jarðar. í sjamanisma er sú meðvitund að andinn er samofinn efninu, allt býr yfir anda og orku sem hægt að tengjast og vinna með á dýpri sviðum. Í heimspeki sjamanismans er lífið er tengt heildinni og allt lifandi er samofið skaparanum, eða hinum Mikla Anda. Litið er til Máttarhjólsins (The Medicine Wheel) í einu og öllu eða fjórþættum hlutum tilveru okkar, þ.e.a.s. andi, efni, hugur og tilfinningar og náttúruöflunum fjórum, aldurskeiðunum fjórum, árstíðanna fjóra, áttanna fjóra osfrv. Innan fjórþáttu tilverunnar eru ýmsir kraftar og öfl sem stýra tilveru okkar og upplifun. Einnig er karl og kvenorkan innan ákveðinna þátta sbr. móðir jörð  okkur og faðir himinn. Allir þessir þættir hafa áhrif á líf okkar hér á jörð. Allt er samtengt og hefur áhrif á aðra þætti í lífsvefnum.

 

Við manneskjurnar líkt og aðrar lifandi verur eru tengdar skaparanum en erum mismeðvituð um þá tengingu. Sjamaninn í gegnum reynslu og æfingu getur tengt sig við sköpunarafl heimsins og nýtt sér þá tengingu til heilunar og blessunar og beint ásetningi sínum og orku til ýmissa verka. Við einnig sem nútíma sjamanar getum tengst dýpri sviðum lífsins með ásetningi og leiðum leiðslunnar, s.s. hugleiðslu, draumleiðslu og trommuleiðsla og þannig tengt okkur við viskuna sem býr innra með okkur eða tengst leiðbeinendum og hjálparöndum.

 

Tromman og hristan eru ákveðin máttartól sem eru notuð í sjamanisma sem verkfæri andans til að hjálpa einstaklingnum að komast í ákveðið hugarástand (theta ástand) ákveðið sjálfsefjunarástand sem hjálpar okkur að tengjast öðrum sviðum. Þetta er kallað á ensku og á dulsálfræðimáli ,,altered state of consciousness” eða æðra vitundarástand.

 

Sjamann eða shaman er orð frá Síberíu sem þýðir sá sem sér eða sá sem veit. Sjamaninn er nafn á einstaklingi sem var kallaður til að halda uppi jafnvægi meðal samfélagsins, bæði á dýrum, mönnum og náttúru. Leitast var eftir að viðhalda þessu jafnvægi á öllum sviðum og var kallað til sjamansins þegar jafnvægi raskaðist. Sjamananinn varð verkfæri andans og leitaði svara með ýmsum rituölum og leiðslum. Sjamaninn var meðskaparinn í lífsins dansi og notaði ýmsar leiðir til að tengja anda og efni og finna leiðir að lausn. Heimsýnin um tengsl milli móður náttúru og mannsins sem órjúfanleg heild var ríkjandi og spannar allan lífsvefinn. Allt var heild og samofið, ef eitthvað var tekið úr samhengi kom upp ójafnvægi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjamanismi sem andleg leið nútímannsins
 
Við berum ábyrgð á heilsu okkar og vellíðan, hver er sinnar gæfu smiður!
 

Sjamanismi á margar ólíkar rætur sem spretta frá ólíkum menningarheimum og hafa þróast í gegnum tíðina. Mikil vakning á sér stað í dag þar sem gamlar rætur sjamanismans eru að færast til nútímamannsins og sú hugmynd að við getum skapað og verið þáttakendur í lífsins dansi með meðvituðum hætti. Meðvitundin er sú að við getum fundið leiðir að mætti okkar og nýtt orkuvef lífsins til bættrar andlegrar og líkamlegrar heilsu. Allt er samofið og við getum tekið ábyrgð á lífi okkar og lífsstefnu. Mátturinn býr innra með okkur og ber að nýta til góðs en fyrst og fremst er heilun okkar fyrsta skrefið, að heila okkur og móður jörð og lifa lífinu í sátt og samlyndi með öllu sem er. Það á vel við máltækið ,, Það sem er fyrir ofan er fyrir neðan” og ,,það sem býr að innan er fyrir utan”. Við verðum spegill að innri heilsu í okkar daglegu lífi, ef ójafnvægi er innra með okkur speglast það í ytri veruleika og upplifunum í daglegu lífi. Lífið bendir okkur í sífellu á hvað við þurfum að læra og yfirstíga til að komast lengra í okkar andlega þroska.

 

Við erum líkt og laukar sem þarf að taka gömlu lögin af til að komast nær kjarnanum. Þessi samlíking á vel við í sjamanisma sem leið að andlegum þroska. Í nútíma sjamanisma er sú sýn að maðurinn er partur af orkuvef lífsins, allt er orka. Hugsanir okkar, líkami, tilfinningar, einnig náttúran ber með sér ákveðið orkusvið á mismunandi tíðni. á leið okkar eru ýmsar hindranir og áföll, tilfinningar sem sitja innra með okkur þetta hefur allt áhrif á heilsu okkar og orkubrunn og það má segja að við áföll, streitu og vanlíðan missum við orku okkar eða mátt. Í nútíma sjamanisma er heilun notuð til að ná aftur í mátt okkar og jafnvægi. Við þurfum að hreinsa það gamla til að nýtt geti vaxið í lífi okkar. Við þurfum að takast á við áföll fortíðar og viðhorf sem hafa vaxið eins og illgresi í huga okkar og tilfinningasviði. Með því að heila okkur sjálf erum við þátttakendur í að heila jörðina. Við byrjum inn á við og við getum engum breytt nema okkur sjálfum. Ýmsar leiðir eru nýttar en sjamaninn nýtir sér ólíkar leiðir allt unnið útfrá köllun, sérhæfingu og hefð einstaklingsins.

 

Að komast nær kjarnanum er leiðin! Kynnast sjálfum sér á djúpan hátt, finna gjafir sínar og hæfileika og færa þær til samfélagsins er verðugt verkefni lífsins. Að lifa í jafnvægi og í tengslum við fólk og umhverfi. Þetta byrjar allt innra með einstaklingun, köllun að finna heilindi og vera trúr sjálfum sér og öðrum. Þetta er leið sjamansins.

 

 

 

© 2023 by Web Folk. Proudly created with Wix.com