Sólveig Katrín

So-Ka Dreaming Swan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég trúi á töfrana í lífinu, gleðina, fegurðina og ljósið. Mín ástríða er að skapa, upplifa töfra og tengjast náttúrunni og finna fyrir alheimskraftinum sem býr í öllu og öllum. Ég hef verið náttúrubarn frá því ég man eftir mér og á góðar minningar frá barnæsku; hlaupandi berfætt upp í sumarbústað í Borgarfirði; dunda og bardúsa í mínum heimi, gera virki úr spýtum upp á fjalli, hlaupandi í gegnum skóginn og vaðandi í vatninu. Það eru mínar bestu æskuminningar. Þessi gjöf að fá að vera eitt með náttúrunni sem barn, ótengd rafmagni og ytri áreiti í dágóðan tíma yfir sumartímann hafa mótað mig djúpt. Ég hef fetað leið heilunar og sköpunar í mínu lífi, hef upplifað djúpa andlega tengingu og reynslu frá því að ég var barn og sá þráður liggur djúpt. Ég hef farið hefðbundnar og óhefðbundnar leiðir í menntun minni. Kláraði kennaranám frá KHÍ frá myndlistarsviði, tók meistarapróf í listmeðferð (art therapy), lærði einnig inn á naturopath frá Heilsumeistaraskólanum og hef starfað sjálfstætt sem listmeðferðarfræðingur og í opinberum stofnunum síðustliðin 11 ár.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hinn sjamaníski vegur fann mig árið 2010 þegar ég datt inní að lesa bækur Lynn V. Andrews, Medicine Woman ofl. Það var ekki aftur snúið og ég skráði mig í skólann, Lynn Andrews Sacred Arts and Training og við tók fjögurra ára heildstætt nám í sjamanisma. Eftir að því námi lauk hef ég einnig verið að kynnast fólki sem tengist sjamanismanum og hef einnig tengst inn á visku Quero sjamanismans frá Suður-Ameríku og er að feta þá leið nú í gegnum athafnir og vígslur frá Annette Lachmann. Einnig hef ég snúið mér meir að málaralistinni og er mín verk innsæismálverk sem birta mína innri heima og upplifanir. Nýjir farvegir eru að opnast og hef ég verið með námskeið nú síðast í Þýskalandi á Evrópsku sjamanismaþingi í maí 2015. Mín ástríða og gleði er að tengja þetta saman listsköpunina, sjamanismann og sjálfsræktina og er það nú ein heildstæð leið í Seiðlistinni.

Seiðlistin varð til og er að þróast með mér og er það mín æðsta ósk að hún megi veita þeim blessun og sköpunarkraft sem hennar leita. 

Með blessun og gleði

 

Sólveig Katrín

So-Ka Dreaming Swan

 

© 2023 by Web Folk. Proudly created with Wix.com